Söfnunarsjóðir

Punktar

Íslendingar hafa borið gæfu til að fara söfnunar- en ekki gegnumstreymisleið í fjármögnun lífeyrissjóða annarra en opinberra starfsmanna. Breytt aldursskipting þjóðarinnar setur lífeyrissjóðína þess vegna ekki á hausinn. Þetta var pólitísk ákvörðun, sem ekki var tekin í stjórnum lífeyrissjóða.
Þær ættu því að fara varlega í að hrósa sér í auglýsingum af sérstöku eðli íslenzkra lífeyrissjóða. Kosturinn við kerfið nægir þó ekki, þegar sjóðunum er svo illa stjórnað, að þeir tapa peningum, meðan fé er ávaxtað á hversdagslegum bankareikningum.