Í International Herald Tribune ræðir William Pfaff sögu Evrópu og kemst að þeirri niðurstöðu, að friður hafi ríkt, þegar jafnvægi hafi verið milli stórvelda, en ófriður, þegar eitt þeirra reyndi að ráða yfir hinum. Þegar Bandaríkin reyni nú að hafna Sameinuðu þjóðunum og að kúga stórveldi Evrópu til að lúta bandarískum vilja, sé það ávísun á ótraustan heimsfrið í náinni framtíð.