Ekki er víst, að George W. Bush Bandaríkjaforseti nái endurkjöri, þótt hann láti á réttum tíma finnast fölsuð sönnunargögn um gereyðingarvopn Saddam Hussein. Miklar skattalækkanir hinna ríkustu, Bandaríkjamet í halla á ríkisrekstri, aukið atvinnuleysi og niðurskurður velferðar mun smám saman opna augu margra Bandaríkjamanna og færa þeim sanninn um, að Bush er ábyrgðarlaus í fjármálum og stjórnar aðeins í þágu hinna allra ríkustu, en engra annarra.