Á morgun tekur Atlantshafsbandalagið formlega við fyrsta verkefni sínu utan Evrópu. Það hyggst framlengja viðburðasnauð ævilok sín með því að reyna að hreinsa upp eftir Bandaríkin í Afganistan. Þar hefur óöld magnazt og eiturlyfjaframleiðsla margfaldazt í skjóli hernáms Bandaríkjamanna. Ástandið í landinu er mun verra en það var á valdatímum Talibans. 5000 manna herlið frá Þýzkalandi og Hollandi tekur kaleikinn næstu sex mánuði. Ólíklegt er, að hernám Afganistans verði bandalaginu til mikillar frægðar í aðildarríkjum þess.