Vestrænt ósamkomulag

Punktar

David Clark segir í Guardian, að stríðið gegn Írak hafi eyðilegt möguleika á vestrænu samstarfi um stríð í þágu mannréttinda eins og þau, sem háð hafa verið í arfaríkjum Júgóslavíu heitinnar. Þau voru háð með samkomulagi ríkja Atlantshafsbandalagsins um frávik frá algildi fullveldis ríkja. Stríðið gegn Írak byggist hins vegar ekki á neinu vestrænu samkomulagi, heldur hægri sinnuðum bandarískum sjónarmiðum um algildi bandarísks einræðis, sem eigi sér ekki hljómgrunn í öðrum vestrænum ríkjum, ekki einu sinni Bretlandi.