George Monbiot segir í Guardian, að við sjáum hættuna, sem stafar af breyttu loftslagi af mannavöldum, en séum ófær um að bregðast við af skynsemi. Hann minnir á vaxandi ofsa og ýkjur í veðurfari, stórflóð og reginstorma, svo og manndrápshita eins og nú ríkir á meginlandi Evrópu. Hann segir mælingar sýna, að hraði óheillaþróunarinnar hafi þrefaldazt síðan 1976. Framtíð mannkyns sé í voða, ef ekki verði gripið til róttækra ráðstafana gegn mengun af völdum koltvísýrings.