Óstjórn og útrýming

Punktar

Hrun ríkisstjórnar Taliban og bandaríska hernámið í Afganistan hafa skapað glundroða á mörgum sviðum. Lítið dæmi um hann er, að aukizt hafa ólöglegar veiðar á dýrum í útrýmingarhættu, svo sem snæhlébarðanum. Skinnin af þeim eru seld á 700.000 stykkið. Frá þessu segir Alex Kirby í BBC. Áður hefur komið fram, að morð, nauðganir og eiturlyfjaframleiðsla hafa margfaldazt í landinu á hernámstímanum. Vestrænar öryggissveitir þora ekki út fyrir höfuðborgina Kabúl og ekki batnar ástandið núna, þegar ellihrumt Atlantshafsbandalag hefur tekið við völdum.