Fundizt hefur 40 ára gamalt leyniskjal úr Páfagarði, höfuðstöðvum kaþólsku kirkjunnar, stéttarkirkju barnaníðinga, þar sem kemur fram, að embætti páfa hefur áratugum saman reynt á skipulegan hátt að hindra framgang réttvísinnar í málaferlum gegn barnaníðingum í röðum kaþólskra kennimanna. Skjalið er frá valdatíma Jóhannesar 23. og var sent kardínálum og biskupum um allan heim. Þar er þeim hótað bannfæringu, ef þeir steinhaldi ekki kjafti um barnaníðinga í röðum kirkjunnar manna. Frá þessu segir Antony Barnett í Observer. Þar er líka birt ljósrit af skjalinu.