Kostnaðarhlutdeildin

Punktar

Kostnaðarhlutdeild almennings í þjónustu ríkisins hefur ekki áhrif á þann þriðjung þjóðarinnar, sem munar ekkert um hana. Hún leiðir til meiri hófsemi í notkun þjónustunnar hjá þeim þriðjungi, sem þarf að velta peningum fyrir sér. Í báðum tilvikum sparar ríkið peninga. Sá þriðjungur þjóðarinnar, sem hefur ekki ráð á hlutdeildinni, getur ekki notað þjónustuna og nýtt sér kostnaðarhlutdeild ríkisins. Þessi hliðarverkun eykur stéttaskiptingu í þjóðfélaginu. Þess vegna eru búin til misnotuð undanþágukerfi, sem fólk kann misjafnlega vel að nýta sér og sízt þeir, sem minnst mega sín og mest eru utan gátta. Götótta hugmyndafræði kostnaðarhlutdeildar hef ég aldrei séð skoðaða ofan í kjölinn.