Í nokkrum færslum í dag hef ég litið yfir sögu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins frá 1992. Fyrst í Rússlandi, síðan í Tælandi og Indónesíu, svo í Tékklandi og loks í Argentínu. Um allan heim hefur illræmdur sjóðurinn lagzt eins og móðuharðindi ofan á samfélagið. Hann hefur eflt atvinnuleysi, lækkað kaup, eytt sparnaði, rústað gjaldmiðli, selt innviði samfélagsins, ekki bara vatn og orku, heldur líka skóla og sjúkrahús. Ráðamenn Íslands virðast sumir hverjir átta sig á, að lán Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eru næsti bær við helvíti. Rússarnir eru mun skárri en ofsatrúar-drengirnir frá Chicago.