Eitraður kaleikur

Punktar

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er í vondum málum. Fyrst gaf fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz út bók um syndir sjóðsins, hvernig hann rústaði efnahag þróunarríkja á borð við Thailand, Suður-Kóreu, Rússland, Indónesíu og Argentínu. Betur gekk löndum eins og Póllandi, Malasíu og Kína, sem höfnuðu eitruðum kaleik sjóðsins. Nú er röðin komin að bókum um einstök lönd. Mikla athygli hefur vakið ný bók eftir hagfræðinginn Pongrac Nagy um, hvernig Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kom Ungverjalandi á kaldan klaka árabilið 1990-1996. George Monbiot segir í Guardian frá þessari nýju bók.