Traust mitt á innlendum fréttamiðlum er ekki svart og hvítt, heldur mismunandi grátt. Flestir fréttamiðlar halda sig mest við flatneskjuna, en taka góða spretti í einstökum málum og málaflokkum, oftast tengda einstökum blaðamönnum, sem stundum verða óvinsælir hjá eigendum. Víðast ákveða hliðverðir, hvað sé hollt fyrir notendur fjölmiðla. Hliðvarzlan fer annað veifið eftir persónu-, fyrirtækja- eða flokkspólitískum sjónarmiðum, sem sumir notendur taka eftir, aðrir ekki. Ef notendur kæra sig um, geta þeir af langri reynslu áttað sig á í stórum dráttum, hversu mikið hægt er að treysta hverjum fjölmiðli í hvaða tegundum tilvika.