Þétting byggðar

Punktar

Strjál byggð er eitt af því fáa, sem lánast hefur í borgarskipulagi Reykjavíkursvæðisins. Gott svigrúm hentar flestum. Fyrir minnihlutann, sem vill eða þarf þétta byggð, má reisa slíka byggð á nýjum stöðum, þar sem hún skaðar engan. Til dæmis mætti byggja Manhattan á Geldinganesi. Heimskulegt er hins vegar að þétta byggð, sem áður var strjál, og spilla þar með lífsgæðum þeirra, sem fyrir voru á staðnum. Sá síðbúni kommúnismi er því miður ein helzta iðja borgarskipulagsins, sem rekið hefur verið á síðustu árum á Reykjavíkursvæðinu.