Samkvæmt umfangsmikilli rannsókn í Bandaríkjunum er staðfest, að ómalað korn er mun hollara en malað. Fólk getur dregið úr líkum á hjartasjúkdómum með því að borða mikið af grænmeti, ávöxtum og grófum kornmat. Frá þessu segir á heimasíðu dr. Koop, þar sem vitnað er í American Journal of Clinical Nutrition.