Duncan Campbell segir í Guardian frá skrefum nokkurra ríkja í Suður-Ameríku til að ná lögum yfir morðingja á vegum hersins og sérsveita hans. Sakaruppgjöf hefur verið afturkölluð í Argentínu og rannsóknir hafnar í Chile og Perú. Campbell minnist þess, að Jimmy Carter var eini Bandaríkjaforsetinn, sem beitti sér gegn ríkisreknum fjöldamorðum í Suður-Ameríku, og fagnar því, að Henry Kissinger þorir varla lengur að ferðast til útlanda af ótta við að vera handtekinn fyrir aðild að glæpum gegn mannkyninu.