Michael Meacher, sem var umhverfisráðherra Bretlands til skamms tíma, segir í grein í Guardian, að leyniþjónustur ellefu ríkja hafi varað Bandaríkin fyrirfram við árásinni á World Trade Center 11. september 2001. Bandaríkjastjórn hafi hins vegar ekki gert neitt í málinu, af því að hún hafi ætlað að nota hryðjuverkið sem tylliástæðu til að ráðast á Írak og ná undir sig olíulindum landsins. Hann minnir líka á greinargerð Dick Cheney, Donald Rumsfeld, Paul Wolfowitz og Jeb Bush forsetabróður frá september 2000, þar sem útlistað er, hvernig Bandaríkin geti náð heimsyfirráðum. Þá greinargerð segir Meacher vera hornstein núverandi utanríkisstefnu Bandaríkjanna.