Agatha Christie er þekktasti höfundur morðgátusagna, þar sem hinn ólíklegasti reynist hafa verið morðinginn. Þetta sama á við um ímyndarveröld sjónvarpsins. Þeir, sem líta á skjánum út fyrir að vera einlægir og hjartahlýir, eru það ekki í raun. Þekktasta dæmið er Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, höfundur flókinna lygavefja og rógsherferða, verkstjóri spunameistara af verstu gerð. Fyrir áhrif sjónvarpsins eru kjósendur smám saman að verða óhæfir um að greina veruleika frá sýndarveruleika. Einkum rugla þeir saman útliti og innihaldi.