Því meira sem vestræn lýðræðisríki þvælast fyrir tilraunum Bandaríkjastjórnar til að blanda þeim inn í hernám Íraks, þeim mun dýrara verður það Bandaríkjunum sjálfum. Þeim mun líklegra verður, að Bandaríkjamenn sjái að lokum gegnum blekkingar ríkisstjórnarinnar og hindri endurkjör George W. Bush forseta. Þar með auka vestræn lýðræðisríki líkur á, að Bandaríkin gerist ábyrgur aðili að vestrænu samstarfi eftir hálft annað ár. Flest bendir til, að leiðtogar Frakklands og Þýzkalands átti sig á þessu. David E. Sanger rökræðir í New York Times um ýmsar leiðir, sem vestræn ríki hafa í núverandi stöðu.