Undir oki Ísraels

Punktar

Sífelld vandræði fyrir botni Miðjarðarhafs stafa af, að ríkisstjórn Ísraels vill ekki frið við Palestínu og nýtur alltaf stuðnings ríkisstjórnar Bandaríkjanna, þegar til kastanna kemur. Nú er Ariel Sharon forsætisráðherra að girða Palestínu kruss og þvers án þess að George W. Bush Bandaríkjaforseti segi neitt. Ekkert alvöru friðarferli verður fyrir botni Miðjarðarhafs fyrr en Bandaríkin brjótast undan oki Ísraels.