Osama bin Laden er ofsakátur þessa dagana. Taugaveikluð og skotglöð viðbrögð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum Al Kaída hafa verið honum að skapi. Borgaraleg réttindi hafa verið skert í Bandaríkjunum og lögregluríkið er þar að halda innreið sína. Erlendis hafa Bandaríkin margeflt hatur múslima og gert Íraka og Afgana að andstæðingum sínum. Hryðjuverkahópar og sjálfsmorðssveitir hafa magnazt um allan heim. Vinaríkjum Bandaríkjanna hefur snarfækkað og munar þar mest um gömlu lýðræðisríkin í Evrópu, þar sem menn hafa viðbjóð á framgöngu Bandaríkjanna. Osama bin Laden er því að takast ætlunarverk sitt.