Þrír bíómenn

Punktar

Frank Rich segir í New York Times, að eingöngu í Bandaríkjunum geti maður gengið um í Aktion-Man búningi, gelt karlrembusetningar úr kvikmyndahandritum og þótzt vera efni í stjórnmálamann. Hann er ekki aðeins að tala um Arnold Schwarzenegger, heldur líka George W. Bush, sem fer í herflugmannabúning og notar lélegri kvikmyndasetningar (“dead or alive”, “bring ’em on”) en Schwarzenegger. Einnig Ronald Reagan, sem einu sinni bauð sig fram til starfs ríkisstjóra í Kaliforníu. Spurningunni um, hvað hann mundi gera í starfinu, svaraði Reagan: “Ég veit það ekki, ég hef aldrei leikið ríkisstjóra”.