Allur kostnaður við árásir Bandaríkjanna á önnur ríki er greiddur með lántökum ríkissjóðs. Hallinn á fjárlögum bandaríska ríkisins verður 400 milljarðar dollara á þessu ári og 540 milljarðar á næsta ári. Gert er ráð fyrir, að skuldir Bandaríkjanna muni eftir átta ár vera komnar yfir 6000 milljarða dollara, sem er stjarnfræðileg tala. Gert er ráð fyrir, að velferð verði skert verulega. Frá þessu segir David Firestone í New York Times.