Vitlaust gefið

Punktar

Hnattvæðingarþing Heimsviðskiptastofnunarinnar í Cancun í Mexikó fór út um þúfur, af því að níutíu fátæk ríki komu sér saman um að neita að láta auðþjóðir heimsins valta yfir sig enn einu sinni. Með aðstoð hlutdrægra embættissmanna stofnunarinnar reyndu Vesturlönd að láta þingið snúast um vestræna hagsmuni í stað þess að fjalla um brottfall landbúnaðarstyrkja. Fulltrúar þriðja heims ríkjanna og hugsjónasamtaka sögðu, að vitlaust væri gefið og fögnuðu niðurstöðunni. Þeir sögðu hana vera áfall fyrir Heimsviðskiptastofnunina. Frá þessu segja Associated Press og Independent.