Hinn þekkti dálkahöfundur Nicolas D. Kristof segir í New York Times, að andstaða Bandaríkjanna við hvalveiðar Íslendinga, Norðmanna og Japana sé hræsnin einber, því að. Bandaríkjamenn stundi sjálfir hvalveiðar. Vísar hann þar til hvalveiða inúíta og indjána við Alaska. Það er hins vegar ekki rétt hjá Kristof að kalla þetta hræsni, því að ríkisstjórn Bandaríkjanna og fjöldi þarlendra kjósenda telur einfaldlega, að Bandaríkin séu hafin yfir reglur, sem þrengja kosti annarra ríkja. Það er ekki hræsni, heldur hroki.