Ekki einu sinni peð

Punktar

Áður voru þið peð í lýðræðinu. Þið voruð fákænir kjósendur, sem fóruð illa með atkvæði ykkar. Þess vegna fylgir Ísland í humátt á eftir Bandaríkjunum í átt til auðræðis. Þið verðið ekki einu sinni peð í auðræðinu, aðeins hluti af landslaginu. Þið tapið meira að segja á eignarhaldi á atkvæðaseðlum auðræðisins, því að gengi hlutabréfa mótast í valdatafli, þar sem innherjar einir hafa næga þekkingu og misnota hana skefjalaust.