Brýnt að kvelja Bush

Punktar

Simon Tisdall segir í Guardian, að mikilvægt sé, að Sameinuðu þjóðirnar og aðildarríki þess geri allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra endurkjör George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem hefur óbeit á útlöndum og hatar Sameinuðu þjóðirnar. Þær skulda honum ekki neitt, segir Tisdall. Með því að setja ströng skilyrði fyrir að taka þátt í að borga tjónið, sem Bandaríkin hafa valdið Írak, aukist líkur á, að bandarískum kjósendum þyki Bush hafa orðið of dýr í rekstri, hann falli í næstu kosningum og viðmælandi forseti komi til skjalanna.