Hernaðar-klofningur

Punktar

Frakkland og Þýzkaland hafa fallizt á, að stuðningsmaður Bandaríkjanna og sá, sem stóð að baki stuðningi Hollands við árás Bandaríkjanna á Írak, verði framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Þetta er Jaap de Hoop Scheffer, utanríkisráðherra Hollands. Þetta felur í sér, að Bandaríkin ráða því sem þau vilja ráða í bandalaginu. Í staðinn hefur Bretland fallizt á að sætta sig við, að Frakkland, Þýzkaland og Belgía og stuðningsríki þeirra innan Evrópusambandsins myndi sérstakt hernaðarbandalag, sem farið hefur fyrir brjóstið á Bandaríkjunum. Frá fyrra málinu segir Gregory Crouch í New York Times og frá hinu síðara segja Ian Black og Patrick Wintour í Guardian. Hugsanlega er þetta upphafið að hernaðarlegum klofningi Vesturlanda, enda er tímabært, að hann fylgi pólitískum klofningi þeirra.