Dæmalaust er íslenzkur ostur hallærislegur. Stolið er nöfnum frægra osta í útlöndum og reynt að stæla þá, án þess að það takist nokkru sinni. Þetta vita allir, sem borða osta í útlöndum. Íslenzkur ostur er einnig misjafn frá einni sendingu til annarrar, stundum sæmilegur og stundum óætur, jafnvel svo hversdagslegur ostur sem Brauðostur. Líklega koma sumar tegundir frá fleiri en einni ostagerð og Osta- og smjörsalan reynir að hilma yfir með skussunum á kostnað hinna, sem eitthvað geta. Sovézka hagkerfið er enn í fullu gildi í framleiðslu og sölu íslenzkra osta.