Náttúruhamfarir

Punktar

Andrew C. Revkin segir í New York Times, að hrun 3000 ára gamallar og 350 ferkílómetra stórrar ísþekju fyrir norðan Kanada á síðustu tveimur árum sé gott dæmi um snöggar breytingar eða hamfarir, sem geti fylgt hækkun hitastigs vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Hann vitnar í grein í Geophysical Research Letters, þar sem segir, að þekjan hafi byrjað að minnka fyrir alvöru á sjöunda áratug síðustu aldar.