Fræðimenn hafa komizt að raun um, að úthafið er að súrna vegna útblásturs koltvísýrings. Súrnunin er mest við yfirborð hafsins, þar sem lífríki þess er öflugast. Richard Black segir frá því í BBC, að ekki sé ljóst, hver langtímaáhrifin verði. Gera megi ráð fyrir, að þau verði ekki góð, ef mannkynið nær ekki tökum á gróðurhúsalofttegundum.