Ilmurinn af umheiminum 1

Punktar

Ein ánægjulegasta lífskjarabót síðustu missera er daglegt flug Iceland Express til Stansted við London fyrir 16.000 krónur fram og til baka. Frá Stansted fljúga mörg lággjaldaflugfélög, þar á meðal Ryanair og Easyjet, til margra tuga mikilvægra staða víðs vegar um Evrópu, oftast fyrir 6.000 krónur fram og til baka. Samanlagt kosta fargjöld frá Reykjavík til frægðar- og ferðamannastaða Evrópu í flestum tilvikum um 22.000 krónur síðan lággjaldaflugið teygði anga sína til Íslands. Utanlandsferðir eru þar með hættar að vera lúxus. Við getum fundið ilminn af umheiminum, nánast þegar okkur langar til.