Stigatafla prentfrelsis

Punktar

Fréttamenn án landamæra hafa gefið út stigatöflu prentfrelsis, þar sem Norðurlönd, Kanada og flest lönd Evrópusambandsins tróna efst, en Bandaríkin eru aftar á merinni í 17. sæti. Undantekningarnar frá góðri stöðu ríkja í Vestur-Evrópu eru pressukóngalandið Bretland í 22. sæti, Austurríki í 27. sæti, Spánn í 29. sæti og Ítalía í 40 sæti, en þar ræður fjölmiðlakóngurinn Berlusconi ríkjum. Bezt af þróunarríkjunum standa sig Costa Rica í 15. sæti, Equador í 20. sæti og Benin í 21. sæti. Ísrael er réttilega vísað neðarlega á listann í 92. sæti. Lestina reka svo kommúnistaríkin Kúba, Burma, Kína og loks Norður-Kórea á sjálfum botninum.