Amman og andskotinn

Punktar

Til framkvæmda við Kárahnjúka hefur Landsvirkjun fengið ítalska sérfræðinga í umgengni við þriðja heiminn, sérstaklega verndaða af utananríkisráðherra og kærulausum eftirlitsstofnunum, sem flokkur hans stjórnar. Í skjóli þessa hefur Impregilio haldið svo mjög niðri launum við Kárahnjúka, að erlendir starfsmenn eiga ekki fyrir leppum á sig í frostinu. Svo eindreginn er brotavilji verktakans gagnvart starfsmönnunum, að hann líkist eindregnum brotavilja Landsvirkjunar gegn landvættunum. Við Kárahnjúka hefur andskotinn hitt ömmu sína og fer vel á með þeim.