Afturhaldspáfinn

Punktar

Jóhann Páll páfi er að deyja. Hywel Williams skrifar í Guardian um, hvernig hann hefur notað sinn aldarfjórðung til að flytja kaþólsku kirkjuna aftur í tímann og skipa afturhaldssama kardínála, sem eiga að tryggja, að annar afturhaldspáfi sigli í kjölfar hans. Andstaða Jóhanns Páls gegn hnattvæðingu er hluti afturhaldssamrar og einræðishneigðar heimsmyndar hans, þar sem óskeikull páfi leiðir sauði sína styrkri hendi um myrka dali nútímans inn í birtu framtíðarinnar.