Meðan harðar og langvinnar umræður fara fram í Evrópuríkjum um, hvort leyfa skuli ræktun erfðabreyttra matvæla og meðan langflestar ríkisstjórnir heims standa fast á bremsunni, leikur erfðabreytt ræktun lausum hala hér á landi að frumkvæði Rannsóknastofnunar landbúnaðarins með velvilja stjórnvalda, án þess að nokkur marktæk umræða hafi farið hér fram. Svo virðist sem málsaðilar vilji nýta sér fáfræði Íslendinga um hugsanlegar hættur af völdum erfðabreyttra matvæla til ná málinu svo langt fram, að ekki verði aftur snúið, þegar menn vakna upp við vondan draum. Hroki þeirra, sem þykjast vera guð í lífríkinu, er svo mikill, að leynifyrirtækið ORF Líftækni hefur formálalaust hafið ræktun á erfðabreyttu byggi án nokkurra sjáanlegra efasemda af hálfu hins opinbera. Þetta er dæmi um ástand í ófullveðja ríkjum á botni þriðja heimsins.