Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fetar í fótspor George W. Bush, átrúnaðargoðs Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Sharon áskilur sér rétt til að ráðast á hvert það ríki, sem hann ákveður einhliða, að sé hættulegt öryggi Ísraels. Hann hefur tekið sér heimild til fyrirbyggjandi aðgerða og byrjaði með loftárás á Sýrland. Hinn illi öxull Bandaríkjanna og Ísraels lætur ekki að sér hæða, enda hefur hann gert heiminn margfalt ótryggari en hann var, áður en Bandaríkin sögðu skilið við lög og rétt í heiminum.