Að bæta heiminn

Punktar

Heimurinn væri betri staður til daglegs lífs, erindrekstrar og viðskipta, ef fleiri ríki hefðu í heiðri almenn mannréttindi, gegnsæja stjórnsýslu og friðsamleg stjórnarskipti. Gott væri, ef ríki Evrópusambandsins og nokkur fleiri ríki gætu komið sér saman um viðskiptafrelsi milli ríkja, sem fullnægja ofangreindum skilyrðum samkvæmt viðurkenndum mælikvörðum. Ríki með slíku þjóðskipulagi veittu öðrum ríkjum með sama þjóðskipulag forgang að viðskiptum og öðrum samskiptum umfram önnur ríki. Þetta mundi hvetja hin ríkin til að koma í lag almennum mannréttindum, gegnsærri stjórnsýslu og friðsamlegum stjórnarskiptum heima fyrir.