Olía í evrum

Punktar

Rússland hefur ákveðið að skrá verð á olíu og gasi í evrum í stað dollara. Þetta er mikilvægur liður í flutningi hagkerfisins úr dollurum í evrur. Seðlabanki Rússlands hefur smám saman verið að flytja gjaldeyriseign úr dollurum í evrur, sem nú eru orðnar 25% hennar. Evra hefur líka tekið við í einkasparnaði og einkaviðskiptum í landinu. Ákvörðunin um olíuna er talin styrkja stöðu evru sem heimsgjaldmiðils á kostnað dollars, sem stendur völtum fótum vegna gífurlegrar skuldasöfnunar Bandaríkjanna. Ambrose Evans-Pritchard segir frá þessu í Telegraph.