Vel þjálfaðir framsóknarmenn hafa misst hæfnina að sjá mun á réttu og röngu. Því hentar vel að gera þá að forstöðumönnum eftirlitsstofnana á borð við fjármálaeftirlitið og vinnumálaeftirlitið. Þeir láta sér ekki bregða, þótt fjárglæframenn og innherjar hafi fjármálastofnanir að leiksoppi. Þeir láta sér ekki bregða, þótt Landsvirkjun og verktakar hennar hafi íslenzk vinnulög og kjarasamninga að leiksoppi. Langvinnt meðvitundarleysi gerir slíka forstöðumenn síðan sérstaklega hæfa til að verða ráðherrar, sem þurfa að kunna á sjálfvirkan hátt að dásama gerðir Landsvirkjunar og Impregilio, illa þokkaðs fyrirtækis í þriðja heiminum.