Ólíkt hafast þeir að

Punktar

Bandaríkin hafa samþykkt loftárás Ísraels á Sýrland og hafið undirbúning efnahagslegra refsiaðgerða gegn Sýrlandi. Evrópusambandið hefur hins vegar fordæmt þessar aðgerðir Bandaríkjanna. Það segir, að þær stuðli síður en svo að friði í púðurtunnu Miðausturlanda. Það hefur ákveðið að efla efnahagsleg samskipti við Sýrland og hvatt það til að gera samstarfsamning, sem gerir ráð fyrir, að aukin mannréttindi í Sýrlandi og andstaða við hryðjuverk leiði til fjárhagslegs stuðnings af hálfu Evrópusambandsins. Mál þetta sýnir gerólík viðhorf Evrópu og Ameríku til heimsfriðarmála. Brian Knowlton skrifar um þetta í International Herald Tribune.