Bandamaðurinn

Punktar

Alþjóðlega mannréttindafélagið Human Rights Watch segir, að staða mannréttinda í Pakistan hafi hríðversnað á fjögurra ára valdaskeiði einræðisherrans Pervez Musharraf, einkum eftir að hann gerðist helzti bandamaður Bandaríkjanna í styrjöld þeirra við umheiminn. Í skjóli baráttu gegn hryðjuverkum og velvildar Bandaríkjastjórnar hefur hann hert ofsóknir gegn öllum þeim, sem hann telur vera andvíga einræðisstjórn hans. Ennfremur hefur hann keypt stuðning ofsatrúarafla með því að þrengja kost kvenna og minnihlutahópa.