Vísindamenn við Space Telescope Science Institute í Baltimore hafa tímasett upphaf heimsins eins og við þekkjum hann. Fyrir fimm milljörðum árum varð sprenging, sem stendur enn yfir. Sólkerfin hafa allan þennan tíma fjarlægzt hvert annað með sífellt vaxandi ógnarhraða. Dennis Overbye segir frá þessu í New York Times.