Þegar ríkið hefur afhent gæludýrum sínum eignarhald á auðlindum hafsins, er eðlilegt, að þau reyni að koma happinu í verð. Kaupendur kvótans lofa yfirleitt hver um annan þveran að flytja hann ekki burt úr sjávarplássum, en meina ekkert með því. Þeir eru bara að kaupa sér tímabundinn frið. Samherji lofaði öllu fögru um kvótann á Vestfjörðum og sveik það. Eimskip lofaði öllu fögru, þegar það keypti kvótann á Akranesi og ætlar nú að svíkja. Undarlegt er, að menn skuli hafa trúað, því að loforð eru ekki gjaldmiðill í markaðshagkerfinu. Á endanum flyzt allur kvótinn í Kvosina, þangað til gæludýr ríkisins finna leiðir til að koma honum úr landi.