Ofurhallarekstur

Punktar

Bandaríkin væru talin ramba á barmi gjaldþrots að mati Paul Krugman í New York Times, ef þau væru Argentína árið 2000, Indónesía árið 1996 eða annað land í þriðja heiminum. Hagtölur Bandaríkjanna eru raunar enn skelfilegri. Hrikalegur viðskiptahalli og halli á ríkissjóði er fjármagnaður með erlendu skammtímafé, sem gæti tekið til fótanna hvenær sem er. Ríkisstjórn er í senn að halda uppi ríkisútgjöldum og að draga úr ríkistekjum með skattalækkunum, svo að ofurhallinn á eftir að verða enn magnaðri.