Misjafn trúarhiti

Punktar

Bandaríkjamenn verða sífellt ofsatrúaðri og kirkjuræknari, en Evrópumenn fjarlægjast trú og kirkju í sífellu. Þetta er eitt af því, sem sundrar Evrópu og Ameríku. Frank Bruni gerir þetta að umræðuefni í New York Times. Hvorki er minnst á trú né kristni í uppkasti að stjórnarskrá Evrópusambandsins. Kaþólsku löndin í Evrópu fylgja kalvínskum og lúterskum löndum að þessu leyti. Frakkar hafa lengi verið lítt trúaðir og lítt kirkjuræknir og Ítalir fara hröðum skrefum sömu leið. Helzt er, að kirkjan sé enn afl í Póllandi, enda var hún þar eitt helzta andstöðuaflið gegn yfirráðum Sovétríkjanna sálugu.