Ótímasett lok hernáms

Punktar

Ný ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um Írak síðar í dag mun fela í sér, að alþjóðasamfélagið sættir sig við hernám Íraks sem orðinn hlut og vill, að því ljúki, þegar innlend stjórn tekur við völdum í landinu. Ekki er skilgreint, hvenær það verði, en tímaáætlun á að vera tilbúin fyrir lok þessa árs. Innlenda ráðgjafanefndin í Írak telur, að hernáminu ljúki í lok næsta árs. Orðalagi ályktunarinnar var breytt í gær og atkvæðagreiðslu frestað til að fá samkomulag um hana. Hún felur ekki í sér neina viðurkenningu á innrásinni, sem er eins umdeild og hún hefur alltaf verið. Hins vegar er hugsanlegt, að hún geri Bandaríkjastjórn kleift að fá setulið og peninga frá fleiri ríkjum en ella, einna helzt frá Pakistan.