Grimmi páfinn

Punktar

Senn fara menn að lofa Jóhannes Pál páfa í minningargreinum. Þegar við lesum þær, er rétt að minnast ósögðu hörmunganna, sem hann hefur leitt yfir kaþólskar þjóðir með eindreginni og óvæginni afturhaldsstefnu. Til dæmis hefur kvenhatur hans og hörkuleg andstaða við getnaðarvarnir valdið ómældum hörmungum í þróunarlöndunum. Einkum hefur hann stuðlað að útbreiðslu eyðni víðs vegar um þriðja heiminn. Polly Toynbee segir í Guardian, að Jóhannes Páll páfi sé einn versti maður nútímans, hvort sem það stafi af grimmd hans eða skeytingarleysi. Þar á ofan hafi hann skipulega valið 200 afturhaldssama kardínála til að tryggja, að grimmdarstefnan ráði áfram Páfagarði.