Simon Tisdall segir í Guardian, að samningur utanríkisráðherra Bretlands, Frakklands og Þýzkalands við ríkisstjórn Írans um aukið kjarnorkuvopnaeftirlit sé fyrst og fremst yfirlýsing um, að hinar hefðbundnu Evrópuleiðir viðræðna og samninga séu árangursríkari en fyrirskipanir og hótanir af hálfu Bandaríkjanna. Samningurinn feli í sér evrópska aðstoð við friðsamlega þróun kjarnorkumála Írans og sparki í stríðsglöð Bandaríkin og Ísrael, sem opinberlega staðsetja Íran á svonefndan öxul hins illa og hafa beinlínis hótað að ráðast á landið. Athyglisvert er, að Bretland var með í evrópska þríeykinu, þótt það hafi á ýmsan hátt verið hallara undir Bandaríkin undanfarin misseri en Frakkland og Þýzkaland hafa verið.