Lífið er bara bolti

Punktar

Óhjákvæmilegt er að rekast á mikið af fólki, sem veit mikið um fótbolta í ýmsum löndum og heldur stíft með hinu eða þessu liðinu. Ég hef grun um, að þetta sama fólk komi með atkvæði sínu í veg fyrir skynsamlegt stjórnarfar í landinu. Úr boltanum kemur nefnilega sú lífsskoðun, að tilveran sé fyrst og fremst keppni milli okkar liðs og liðs hinna. Þaðan kemur sú lífsskoðun, að stjórnmálaöfl séu eins konar boltafélög. Það liggur í hlutarins eðli, að pólitísk fótboltafélög eru ekki talin hafa sérstakan málefnagrunn í þessari heimsmynd. Flokkurinn er mitt lið, af því bara.