Fótsnyrt með vélsög

Punktar

Í Guardian hefur Ian Black eftir Chris Patten, brezkum framkvæmdastjóra utanríkismála hjá Evrópusambandinu, að samskiptatækni bandaríska stríðsmálaráðuneytisins gagnvart Evrópu sé eins og notkun vélsagar við fótsnyrtingu. Tilefni ummælanna er hastarleg andstaða Bandaríkjastjórnar við hugmyndir kjarnaríkja Evrópusambandsins um að koma sér upp sameiginlegum her og herstjórn utan við smásjá Bandaríkjanna. Black bendir á, að það pirri Bandaríkjastjórn, að Evrópusambandið sé eina mikilvæga fjölþjóðastofnunin, þar sem Bandaríkin hafa ekki hlutverk og geti ekki fylgzt með innri gangi mála.